Fact check á fyrri athugasemd um afrek Höllu Tómasdóttir



Afsakið – þetta er of langt. Dundaði mér í þessu í vikunni á meðan forrit voru að keyra í vinnunni og það fór aðeins úr böndunum.

Um daginn skrifaði ég athugasemd um að mér þótti Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi vera dugleg að segja frá afköstum sínum í sem allra bestu ljósi, jafnvel svo góðu ljósi að fólk myndi telja það að ýkja. "Algjör grifter" var lýsingin sem mér þótti fyndin. Þetta var að mestu eftir minni frá árinu 2016 þ.a. það gefur að skilja að þetta var ekki fullkomnlega nákvæmt.

Fyrst þetta varð eitthvað meira atriði en bara póstur á reddit (þetta hefur komið upp í nokkrum viðtölum) þá datt mér í hug að skrifa þetta upp á vandaðan máta, leiðrétta það sem var rangt hjá mér og vera með betri gögn um það sem var rétt hjá mér.

Ég sendi póst á kosningaskrifstofu Höllu fyrir tveim dögum með nokkrar spurningar um þetta allt saman en fékk ekki svör.

Ath. að ég veit að þetta eru allt ótrúlega low stakes hlutir sem skipta ekki máli í stóra samhenginu. Ég veit að þetta er smá deranged. Vitið líka að ég er ekki að þessu fyrir eitthvað annað framboð af því að þetta er svo ótrúlega heimskuleg leið að verja tímanum mínum.

Rennum yfir það sem ég slengdi fram. Byrjum á því þar sem mestar líkur eru á því að ég hafði rangt fyrir mér.

Rotuð af rasistum

Hér hafði ég líklega algjörlega rangt fyrir mér.

Svona til þess að rifja þetta upp fyrir lesendum:

„Hann var þarna úti með körfuboltaliðinu og þeir voru margir svartir. Það voru miklir fordómar í suðurríkjunum á þessum tíma og þetta atvik gerðist seint um kvöld. Við vorum spurð hvað þetta hvíta fólk væri að gera þarna með þessum svörtu mönnum og við tókum einfaldlega upp hanskana að íslenskum sið og það næsta sem við vissum lágum við bæði rotuð og enduðum á spítala eftir að hafa verið lamin af einhverjum suðurríkjamönnum.“

Mér fannst þetta mjög ósennilegt þegar ég las þetta – að rasistar á djamminu í borg í suðurríkjunum árið 1991 myndu stofna til slagsmála við hóp af tveggja metra íþróttamönnum fyrir að vera í hóp af blönduðum kynþætti.

Ég hafði samband við bandarískan leikmann liðsins á þessum. Hann var ekki þar – en finnst hann hafa heyrt af þessu á þeim tíma. Hann benti mér á annan mann sem honum þykir líklegt að hafi verið þar, en sá mundi ekki eftir þessu atviki.

Þetta var mjög áhugavert spjall við manninn – það var fullt af menningarlegu samhengi sem lá milli hluta í þessari frásögn og það komu í ljós nokkur atriði skýrðu þetta aðeins betur.

Þó að nákvæmlega smáatriðin stemma ekki þá eru 32 ár síðan og minni eru skeikul. Í fljótu bragði myndi ég kalla þetta eins staðfest og er hægt m.v. aðstæður og ég hafði rangt fyrir mér.

MBA við Thunderbird

Hér hafði ég að einhverju leyti rangt fyrir mér:

Svo útskrifast hún 1995 með MBA frá Thunderbird háskólanum(?) Gleymum því í bili að Thunderbird byrjaði að veita MBA gráður árið 2001.

Ath. þessu svarar Halla að Thunderbird hafi bara breytt nafninu á gráðunni árið 2001 og uppfært prófskírteinið hjá öllum nemendum sínum. Að henni þótti eftirsóknarverðara með MIM af því það var aðeins öðruvísi.

Þetta er orðið of langt. Ég nenni ekki að finna beint quote úr "Chess after Dark".

Þetta er að mestu rétt. Thunderbird bauð upp á MBA gráðu á árunum 2001-2007 og bauð fyrrverandi nemendum að skipta út prófskírteininu sínu fyrir MBA gráðu.

Skv. rando á netinu þá þurfti að sækja um að skipta – það var ekki gert sjálfkrafa:

After I graduated in ’92 the school gave all MIM’s a chance a few years later to change their MIM officially to MBA in International Business. I did that. Not everyone did.

Skv. tímariti tímariti Thunderbird frá 2001 þegar þeir byrjuðu að bjóða upp á MBA var einhver greinarmunur á MIM hjá þeim og MBA þannig þetta var ekki bara að skipta um nafn.

Í grundvallaratriðum sé ég engan mun á neinum af þessum gráðum (eða í raun svona 90% af MBA tengdu dóti) – en mér finnst líka skrítið að skipta nafninu á gráðunni sinni í eitthvað meira punchy. Aftur – ég veit að þetta skiptir engu máli.

Auburn University at Montgomery

Með þetta virðist ég hafa dead on rétt fyrir mér.

Eins og kom fram í fréttum Vísis þá stendur í nokkrum fréttum og stóð á linkedin síðu að hún hafi útskrifast frá Auburn University – en ekki Auburn University at Montgomery sem er raunin. Samhengið er að sá fyrri er öllu hærra skrifaður en sá síðari. Því svarar hún í tveimur viðtölum.

Í viðtali sínu við vísi titlað "Þver­neitar að hafa freistast til að fegra feril­skrána":

"Ég hef örugglega alltaf sagt Auburn University Montgomery af því að ég er mjög stolt af því að hafa verið þar […]" segir Halla og þverneitar fyrir að hafa gefið það viljandi í skyn að hún hafi útskrifast úr hinum skólanum.

Hins vegar gerist það að menn sleppa einfaldlega „Montgomery“, haldi að það sé bara staðsetningin og láti liggja á milli hluta.

Úr viðtali hennar á Bylgjunni:

Annar skólinn heitir Auburn University Alabama [ath. Auburn University] hinn heitir Auburn University Montgomery Alabama [ath. Auburn University at Montgomery] og það vantar þetta orð einhversstaðar í frétt um mig sem ég stjórna auðvitað ekki

Það gæti vel verið að þeir sem hafa eftir henni hafi gert mistök. Auðvitað eru flestar greinar skrifaðar af einhverjum öðrum, þannig það gæti verið að öll þau skipti sé það mistök þeirra sem skrifa greinina. En ég er nokkuð viss um að sú sé ekki raunin.

Hér eru þrjú dæmi þar sem mér þykir það ólíklegt.

Úr tilkynningu um ráðningu hennar við Íslenska útvarpsfélagið (vaninn er að fréttatilkynningin komi frá vinnuveitendanum – sem skrifar það upp úr ferilskrá):

Halla útskrifaðist sem viðskiptafræðingur af starfsmannastjórnunarsviði Auburn University vorið 1993. Vorið 1995 laun hún síðan masters gráðu í alþjóðlegum viðskiptum frá The American Graduate School of International Management (Thunderbird).

Úr fréttinni "Allir geta lært að stjórna" frá 1999- n.b. enginn blaðamaður undirritar fréttina þ.a. ég get ekki spurt. Í æviágripum sem mér skilst að vaninn sé að fólk sendi inn sjálft:

Halla Tómasdóttir fæddist í Reykjavík árið 1968. \[…\] Hún nam viðskiptafræði við Auburn University of lauk þaðan BS-gráðu árið 1993

Úr frétt um "Auðar hátíðina" árið 2003 – sömu aðstæður, enginn blaðamaður undirritar. Í ágripum (mynd) :

Halla Tómasdóttir fæddist í Reykjavík 11. október 1968. Hún lauk BS-prófi í viðskiptafræði frá Auburn University og MBA prófi frá Thunderbird University í Bandaríkjunum.

Það eru svo ýmsar fréttir 2016 þar sem efnið virðist tekið úr tilkynningu sem er send til blaðamanna. Sjáum til dæmis frétt Sunnu Valgerðardóttur um hana 2016:

Halla er fædd í Reykjavík þann 11.október 1968 og verður 48 ára í haust. Hún er dóttir Kristjönu Sigurðardóttur þroskaþjálfa og Tómasar Björns Þórhallssonar pípulagningameistara. Eiginmaður Höllu er Björn Skúlason og eiga þau tvö börn og búa á Kársnesinu í Kópavogi. Halla er með BSc gráðu í viðskiptafræði við Auburn University í Alabama.

Hér gæti verið raunin að blaðamenn hafi gert mistök – jafnvel útfrá linkedin síðunni hennar1 . Þó að mér þykir þetta lesast eins og það sé skrifað beint upp úr upplýsingum frá framboðsteyminu þá getum við ekki sagt neitt fyrir víst.

Næst sjáum við skjáskot af ferilskrá Höllu:

Thunderbird University_____________Phoenix,AZ

Auburn University__________________Montgomery, AL

Tökum eftir, skólinn er merktur Auburn University, svo er sagt að hann sé staðsettur í Montgomery, rétt eins og Thunderbird er staðsettur í Phoenix. Ef einhver er ekki með á hreinu nkl. hvaða borg Auburn háskóli er í þá myndi hann halda að hér væri um "Auburn University" að ræða, ekki hinn lítt þekkta "Auburn University at Montgomery". Sjáum aftur fyrri tilvitnun í Höllu:

Hins vegar gerist það að menn sleppa einfaldlega „Montgomery“, haldi að það sé bara staðsetningin og láti liggja á milli hluta.

Hér þykir mér verið að ýta undir nkl. þennan misskilning.

Vilji einhver lesandi segja að það sé vaninn að setja nafnið svona fram á ferilskrá þá sjáum við hér vefsíðu Auburn University at Montgomery2 sem segir hið öndverða. Þar tökum við eftir að "Resume Templates" hjá AUM segja öll að skólinn sé "Auburn University at Montgomery" og eru svo líka með "Montgomery, AL" sem staðsetningu.

Haldi lesandi ennþá að þetta sé einfaldlega smekksatriði í ferilskrá þá heyrum við hér frá starfsmanni AUM sem ég spyr:

If a candidate who went to AUM has education on their CV listed as:

Auburn University.               Montgomery, AL

As opposed to:

Auburn University at Montgomery       Montgomery, AL

As your resume templates suggest, is that just a matter of personal preference? Or would it be indicative of a lack of candor?

Svarið:

It should read Auburn University at Montgomery.

Að lokum sjáum við svo tvær beinar tilvitnanir í Höllu sem er ekki hægt að kenna blaðamönnum um.

Viðtal sem hún birtir á vefsíðunni sinni:

I first met my husband when I was the manager for the Men’s Soccer Team at Auburn University and he came to play for the team the year after I graduated.

Úr viðtali við Kópavogsblaðið 2016:

Á endanum fékk ég starf sem framkvæmdastjóri fótboltaliðs við Auburn-háskólann í Alabama og vann fyrir mér í skólanum með því að stýra karlafótbolta. Þeir kunnu lítið í fótbolta á þessum tíma í Alabama og ákváðu að sækja hjálp.

Ég vil taka aftur fram að ég veit að það skiptir ekki miklu máli að hafa farið í einhvern fínni eða minna fínan skóla – ég fór sjálfur í HÍ og var ekki einu sinni duglegur þar. Raunar í stóra samhenginu skiptir það mig engu fólki ef ungt fólk í atvinnuleit fer aðeins frjálslega með sannleikann. En rétt skal vera rétt o.s.frv.

1Þegar ég var að leita að fólki til að tala við fyrir þessa samantekt sá ég kannski 15 Linkedin síður fólks sem var við Auburn at Montgomery. Á þeim öllum stóð "Auburn at Montgomery" – hjá engum stóð "Auburn University".

2Við getum líka séð vefsíður svipaðra skóla sem segja nkl. það sama:

University of Texas at Tyler

University of North Carolina Greensboro

University of Michigan-Dearborn

Mars

Þetta var að mestu rétt hjá mér:

Ég vissi þetta 2016 en man það ekki fullkomlega núna. En ef ég man þetta rétt þá var hún:

-Starfsmannastjóri hjá einhverju litlu súkkúlaðifyrirtæki sem var í eigu M&M/Mars.

Hún vann að vísu fyrir M&M/Mars áður – og var þar starfsmaður á mannauðsdeild fyrirtækisins.

Partur af pitchinu hennar er að hafa verið starfsmannastjóri hjá stórfyrirtækjunum Mars og Pepsi. Sjáum t.d. bio hjá henni (sem ýmist hún eða einhver í teyminu hennar sendir inn – t.d. hér):

"Halla began her career in corporate America working for heavyweights like M&M/Mars and Pepsi-Cola"

Hér er ennþá allt rétt – en skoðum aðeins meira.

Úr viðtali við Kópavogsblaðið 2016

"Hún var starfsmannastjóri hjá Pepsi-Cola og stórfyrirtækinu Mars sem meðal annars framleiðir Snickers, Uncle Ben's og Whiskas"

Úr fréttatilkynningu um ráðningu hennar hjá Íslenska útvarpsfélaginu:

Að loknu námi starfaði Halla í Bandaríkjunum sem starfsmannastjóri hjá M&M/MARS fyrirtækinu.

Úr fréttatylkinningu um ráðningu hennar hjá Viðskiptaráði:

Á árunum 1994-1996 starfaði Halla sem starfsmannastjóri hjá Mars Inc. í Bandaríkjunum

Af Linkedin síðunni hennar:

"HR Manager at Pepsi Cola & Mars" af Linkedin.

Úr viðtali hennar við Chess After Dark:

Halla sagði að hjá Mars, sem á þeim tíma var 30 þúsund manna fyrirtæki, hafi hún byrjað í Management Training. „Svo er ég mannauðsstjóri hjá þeim[…]"

Spyrlar "Chess After Dark" spyrja hana hvort hún hafi verið mannauðsstjóri hjá deild innan Pepsi eða hvort það var hjá fyrirtæki í eigu Pepsi og hún svarar réttilega að hún hafi verið mannauðsstjóri hjá deild innan Pepsi. Hins vegar spyrja þeir ekki (og hún áréttar ekki) það sama um Mars. Þar var hún mannauðsstjóri hjá Ethel M. Chocolates sem er lítið3 súkkúlaðifyrirtæki í Nevada sem er í eigu Mars samsteypunar.

Í þeim aðstæðum þykir mér óeðlilegt að tala um að hafa verið mannauðsstjóri hjá Mars.

Tek aftur fram – ég veit að það skiptir engu máli hvort einhver var starfsmannastjóri í 100 manna fyrirtæki eða einhverri einingu í 30.000 manna fyrirtæki. En hér þykir mér aðeins skyggja á sannleikann til þess að vera með betra narratíf.

3Hvað varðar stærð fyrirtækisins árið 1996 er ég ekki með það nkl. á hreinu, en árið 1981 voru 45 starfsmenn og árið 2005 voru 250. Ég ímynda mér að árið 1996 var talan einhversstaðar þar á milli.

Háskólinn í Reykjavík

Hér er ansi mikið til í því í síðasta þræði:

Er ég í ruglinu? Hún fer að kenna í HR og sér um símenntunardeildina þeirra árið 1999. Kannski hef ég misst af einhverju.

Úr ágripum erlendis:

Halla Tómasdóttir started her leadership career in corporate America working for Mars and Pepsi Cola and was on the founding team of Reykjavík University

Gæti það nú verið? Fáum nú smá sögulegt samhengi.

Háskólinn í Reykjavík eins og við þekkjum hann í dag er samruni Viðskiptaháskóla Reykjavíkur – Tolvuháskóla Verslunarskóla Íslands – Tækniháskóla Íslands. Rennum lauslega yfir söguna.

Tækniskólinn er stofnaður 1964 og Tölvuháskóli Verslunarskóla Íslands er stofnaður 1988.

VHR er formlega stofnaður árið 1998 eftir meira en 10 ára ferli – sjáum hér brot úr grein:

Stofnun Tölvuháskólans var áfangi á lengri leið að áliti forráðamanna Verzlunarskólans. Skipuð var nefnd árið 1988 að beiðni Þorvarðar Elíassonar sem kannaði möguleika á stofnun viðskiptaháskóla. Dr. Þorlákur Karlsson var formaður nefndarinnar […] Borgarráð úthlutaði stofnuninni lóð árið 1992 […] fyrsta skóflustungan tekin 7. apríl 1997 […] Sjálfseignarstofnun Verslunarráð Íslands um viðskiptamenntun kaus fyrsta háskólaráðið 2. mars 1998. […] Skólinn var settur í fyrsta skipti 4. september 1998.

VHR er semsagt stofnaður árið 1998 ofan á TVÍ – sem tekur upp þriggja ára B.S. nám (frekar en tveggja ára diplómanám) og bætir við sig viðskiptafræðideild. Skólinn rebrandar sem HR árið 2000.Árið 2005 sameinast Tækniháskóli Íslands verkfræðdeild. Árið 2007 er svo rannsóknarhliðin sett af stað og HR eins og við þekkjum hann er nokkuð mótaður.

Þetta er semsagt margra áratuga ferli sem sennilega hundrað manns koma að yfir árin (allt frá 1964!). Þannig þykir mér ekki eðlilegt að tala um eitthvað ákveðið "founding team" fyrir þennan skóla – en ef við viljum endilega tala um stofnun VHR sem stofnun Háskólanns í Reykjavík sem við þekkjum í dag þá er "founding team" líklega fólkið sem var að vinna að því í rúman áratug fram að 1998.

Halla er ráðin inn sem fyrsti framkvæmdarstjóri símenntunar VHR um haustið 1999 og kennir líka einhver námskeið. Með þetta samhengi í huga þá sjáum við eftirfarandi athugasemd Höllu.

Úr viðtali ("Halla rotuð í Alabama") árið 2016:

Ég fór héðan [Íslenska útvarpsfélagið] til að stofna Háskólann í Reykjavík

Aftur – jákvætt og uppbyggilegt starf og gott að vera þátttakandi í uppbyggingu HR, en hér er kannski fulldjúpt tekið í árina.

Hún hefur að vísu mildað þetta á herrans árinu 2024 (a.m.k. í íslenskum viðtölum). Úr viðtali "Chess After Dark" þegar hún er spurð út í þetta:

Ég kem inn á fyrsta starfsári [ath. fyrsta eða öðru starfsári VHR – TVÍ hafði verið starfandi í 11 ár] og hef alltaf sagt það og tók bara mjög virkan þátt í uppbyggingunni. Stofnaði það sem í dag er "Opni Háskólinn" [fyrr nefnd símenntunardeild] […], bjó til "stofnun og rekstur fyrirtækja" námskeið, fullt af námskeiðum í viðskiptafræðideild.

Athugum að hún var ráðin í símenntunardeildina annað starfsárið, en gæti hafa kennt einhverja kúrsa fyrsta starfsárið. Að því undanskyldu þá er þetta allt saman rétt svo ég best veit. Þessu myndi ég lýsa sem að taka þátt í uppbyggingu viðskiptaa HR, sem er auðvitað jákvætt, en ekki alveg það sama og að stofna Háskólann í Reykjavík, eða vera "on the founding team"

Pepsi

Hér var það að einhverju leyti rétt sem mig minnti. Alls ekki rétt með öllu en alls ekki rangt með öllu.

N.b. þá hélt ég því ekki fram að hún færi með rangt mál hér, bara að það væri skrítið að gera mikið mál úr þessu þegar þetta er í grundvallaratriðum eins og hvert annað starf hjá stórfyrirtæki.

Eins og fyrr segir leggur Halla áherslu á það að hafa reynslu úr bandarísku viðskiptalífi og var "HR Manager" hjá Pepsi. Í viðtali ("Halla rotuð í Alabama") frá 2016 segir Halla:

Ég segi stundum að ég var mannauðsstjóri sko fyrir þúsundir starfsmanna fyrir mjög stórt fyrirtæki

Í viðtali sínu við "Chess After Dark" segir Halla:

Svo er ég mannauðsstjóri hjá þeim og þegar ég er mannauðsstjóri hjá Pepsi þá er ég fyrir það sem heitir Great West Business Unit sem er svona fjórðungur af Ameríku eða eitthvað þannig. Ég var ekki mannauðsstjóri yfir öllu Pepsi og hef aldrei haldið því fram,“ sagði Halla og bætti við að á þessum tíma hafi starfsmenn Pepsi á heimsvísu verið 300 þúsund.

Auðvitað var hún ekki mannauðsstjóri yfir öllu Pepsi – ég hef aldrei haldið því fram að hún hafi haldið því fram. En lesandi, myndirðu hér álykta að hún hafi verið mannauðsstjóri yfir Great West Business Unit? Því þá myndirðu hafa rangt fyrir þér. Auðvitað segir hún það ekki – en það er greinilega verið að setja hlustendur upp til að skilja það þannig.

Sá sem er yfir mannauðsmálum hjá "Great West Business Unit" er "Sr. Director of Human Resources" – undir þeim eru svo "Director of Human Resources" svo "Sr. HR Manager" og svo "HR Manager".

Hvað gerir þá HR Manager? Stemmir það að hún hafi verið mannauðsstjóri fyrir þúsundir starfsmanna? Sjáum Linkedin hjá fólki sem var með þá stöðu hjá Pepsi:

HR Manager

Human Resources professional responsible for 3 unionized satellite facilities [vöruhús sem taka við sendingum og senda svo út á smásala].

Sr. HR Manager:

Senior HR Generalist with accountabilities for 1 production and 5 satellite sites both union and non-union location. Led 3 union contract negotiations.

HR Manager:

Provided Human Resources Generalist support to 900 employees, across eight locations in two states.

Sr. HR Manager/HR Manager

Sole responsibility for 7 locations, 700 employees along West Coast of Florida, including manufacturing site. Promoted to stand-alone position [ath. hún var ekki ein að sjá um þetta fyrr en hún var Sr. HR Manager] after only 1 year of experience with Pepsi.

HR Manager hjá Pepsi virðist semsagt ýmist:

  • Mannauðsstjóri yfir nokkrum litlum einingum
  • Mannauðsstjóri yfir einni framleiðslu einingu
  • Partur af teymi sem veitir ráðgjöf til mjög margra starfsmanna.

M.v. þessa hér setningu úr viðtali frá henni myndi ég giska á að hún hafi verið í eitt af fyrri tveimur hlutverkunum:

Pepsi was going through a major cultural transformation at the time and wanted the flexibility to negotiate directly with its employees. I immediately visited the plant […]

Semsagt það sem mig minnti lauslega og sagði fyrsta póstinum hjá mér (með þeim fyrirvara að það væri eftir minni frá 2016) var ekkert of fjarri lagi:

Starfsmannastjóri í einhverjum regional dreifingaraðila Pepsi (eða átöppunarverksmiðju eða eitthvað þannig).

Engin slúbbert störf- þannig lagað nett að gera þetta fyrir þrítugt, en allt pitch-ið hennar er að hafa verið í stjórnunarstöðum í alþjóðlegum stórfyrirtækjum. Kannski er ég í ruglinu, en mér finnst þetta ekkert merkilegra en að vera t.d. starfsmannastjóri kók á Íslandi.

Sér í lagi þá er m.a.s. þeir sem eru aðeins "providing generalist support" ekki að sinna þúsundum starfsmanna, hvað þá þeir sem eru starfsmannastjórar í einhverjum eiginlegum skilningi.

.Fótbolti

Mér þykir líklegt að ég hafi réttilega efast um að hún hafi verið framkvæmdastjóri fótboltaliðs – en ég get ekki staðfest það á einn veg eða annan.

Því miður – það hefði verið skemmtilegra að fá skýrt svar.

Úr puff pieces í fjölmiðlum 2016 og 2024

Ég var að reyna ná í Íslend­inga til að spila fót­bolta í Ala­bama af því þeir kunnu ekki að spila fót­bolta og voru mjög lé­leg­ir í því og það var ekk­ert rosa­lega gott fyr­ir þá að hlusta á ein­hverja konu sem þótt­ist vita eitt­hvað um fót­bolta.

Á endanum fékk ég starf sem framkvæmdastjóri fótboltaliðs við Auburn-háskólann í Alabama og vann fyrir mér í skólanum með því að stýra karlafótbolta. Þeir kunnu lítið í fótbolta á þessum tíma í Alabama og ákváðu að sækja hjálp.

Halla var á sínum tíma framkvæmdastjóri  fótboltaliðs í Alabama. „Bandaríkjamennirnir vissu þarna ekkert um fótbolta og þekktu bara amerískan fótbolta. Ég fór í það að bæta hæfileikana þarna í Alabama með því að sækja íslenska fótboltamenn og menn frá Norðurlöndunum og Bretlandi líka

Úr viðtali sem birtist á síðunni hennar:

Úr viðtali á Bylgjunni titlað "Hef enga ástæðu til að fegra ferilskrána":

Ég útskrifaðist úr Auburn Montgomery […] stýrði þar karlaliðinu í fótboltanum

Úr viðtali hennar í "Chess After Dark"

„Þar [AUM] var fótboltalið, þá er ég að tala um evrópskt fótboltalið, ekki í Auburn University. Ég var svokallaður manager sem er framkvæmdastjóri á fótboltaþýðingu fyrir liðið.

Í fyrri athugasemd hjá mér bendir annar notandi á að hún gæti hafa verið 'student manager' – eitthvað sem mér þótti og þykir líklegt en var ekki með nein gögn um.

Ég náði svo í bandarískann leikmann AUM á þessum tíma.

The name is just not ringing a bell for me […] I never recalled having a manager. Just a strength coach, assistant coach, and a strength and conditioning coach."

[Þjálfari liðsins] and I never discussed a manager.

Hann sagðist ekki vera svo viss að hann gæti sagt neitt fyrir víst – það eru jú 30 ár síðan. En m.v. að hann man eftir þremur þjálfurunum þá þykir mér ólíklegt að þetta sé þannig staða að "framkvæmdastjóri" og að "stýra fótboltaliðinu" sé lýsandi.

Ræðum nú stöðuna sem er við bandarísk háskólalið sem er ýmist kölluð 'student manager' eða 'team manager' sem nemendur sinna. Ég trúi því vel að hún hafi sínnt þeirri stöðu þegar hún var þarna. Eins og við munum sjá gæti það passað við að leikmaðurinn mundi ekki eftir henni.

Ég trúi því líka alveg að hún hafi sett íslenska leikmenn í samband við skólann.

Þeir sem þekkja til sjá strax að það yrði fullfrjálslegt að tala um 'framkvæmdastjóri' og 'stýra karlaliðinu' – og ekki þýðingar að tala um 'manager' ef um var að ræða stöðuna 'student manager' (sumsstaðar 'team manager'). Fyrir þá sem þekkja ekki til bað ég núverandi 'student manager' fótboltaliðs (soccer) við bandarískan háskóla að lýsa aðeins starfinu sínu.

I compare the role of a student manager to that of an equipment manager. My main responsibilities include setting up the drills we run at practice and before games, putting uniforms out before games and away afterwards, and keeping all equipment maintained (keeping balls pumped, pinnies clean, etc). I also travel with the team so that involves keeping track of everything when on away trips, and I give campus tours to recruits that come to visit the team.

Aðspurð hvort hún myndi lýsa sér sem 'manager' eða 'managing the soccer team' (sbr. að stýra fótboltaliðinu):

I think saying a student manager "manages the soccer team" is a mischaracterization. From my experience, most people associate the term managing with coaching when it is said like this (or one person once thought it meant I was the team captain). I typically say I work for the soccer team and when they ask for what I do I say I manage equipment and uniforms for the team.

En og aftur vil ég taka fram að ég veit að það skiptir náttúrulega engu máli hvort að forseti hafi stýrt fótboltaliði eða ekki.

Að því sögðu þá finnst mér skrítið að tala um að þeir kunnu ekkert í fótbolta – að tala þá niður til að upphefa sig er ekki uppáhalds eiginleikinn minn. AUM var alltaf milligott fótboltalið m.v. deildina sem það spilaði í (þriðja deild bandaríska háskólaboltanns – NAIA) og vann svona 50% fleiri leiki en þeir töpuðu – þangað til að þjálfari kvennaliðsins tekur við karlaliðinu um 2001 og þeir fara á flug.

Að lokum:

Þetta var ágætis dund. Á ég að fara í deep dive á aðra frambjóðendur?

by DTATDM

7 comments
  1. Þetta er rosalegt heimaverkefni.
    Eg segi hvers vegna ekki.

    Kannski í botninn mætti koma ‘fact-check score’ 🙂

  2. Í heildina var það s.s ferilskráin og námssagan sem að hún fegraði eða beint út sagt falsaði. Hitt eins og árásin fannst mér ekki skipta jafn miklu máli hvort sem er fyrir heildarmyndina. Það að henni finnist hún þurfi að mikla sig með því að teygja sannleikann segir allt sem þarf að segja um hana.

  3. Með þessu er búið að setja r/Iceland á miklu hærra plan.

    Án efa taka hina frambjóðendurna fyrir.

    Og setja upp eitthvað eins og Patreon. Það er meira lagt í þetta en allar aðrar fréttir sem birtust hjá íslenskum miðlum í þessari viku.

Leave a Reply